Skoða hvort færa megi sjúkraliðum fleiri verkefni

Heilbrigðisráðuneytið vill efla mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu.
Heilbrigðisráðuneytið vill efla mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Heilbrigðisráðherra hefur falið hinu nýja landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu að skoða hvort nýta megi færni sjúkraliða betur með því að fela þeim aukin verkefni.

Samhliða því hefur Landspítala verið falið að bjóða upp á námskeið í hermisetri fyrir sjúkraliða sem nýtist þeim í störfum í hágæsludeildum og vöknun á spítalanum.

Mikið reynt á mönnun í faraldrinum

Í tilkynningu um málið á vefsetri Stjórnarráðs segir: „Á tímum Covid-19 hefur mikið reynt á mönnun heilbrigðisþjónustunnar og umræða hefur skapast um hvort þekking og færni einstakra stétta nýtist sem skyldi og  hvort tækifæri felist í mögulegri tilfærslu verkefna milli fagstétta. Meðal annars hefur sérstaklega verið rætt um mögulegar breytingar á verkaskiptingu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt hvort finna megi leiðir til að efla sjúkraliða í starfi.

Ætlast er til þess að landsráðið muni skila ráðherra tillögum um mögulegar útfærslur á breyttri verkaskiptingu um málið fyrir lok októbermánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert