Áfengi næstdýrast á Íslandi

Í verslun ÁTVR.
Í verslun ÁTVR. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Verðlag á áfengi á Íslandi er það næsthæsta í 30 Evrópulöndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Samanburðurinn nær til landa Evrópusambandsins auk Íslands, Noregs og Sviss.

Ísland hefur verið í efsta sæti listans í eldri samanburði Eurostat á áfengisverði en Noregur trónir á toppnum að þessu sinni í nýjum verðsamanburði í Evrópulöndunum, sem er fyrir árið 2020.

Kort/mbl.is

Mikill verðmunur milli landa

Áfengisverðið á Íslandi er 139% hærra en meðaltalið í löndum ESB og meira en þrefalt hærra en í Ungverjalandi þar sem það er lægst. Finnland, Írland og Svíþjóð koma í næstu sætum á eftir Íslandi.

Eurostat ber saman verð á sterku áfengi, víni og bjór í Evrópulöndunum og leiðréttir það til sambærilegs verðlags með því að reikna út kaupmáttarjöfnuð milli landanna og raðar löndunum á verðlagsvísitölu (sjá meðfylgjandi töflu). 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert