Enginn á gjörgæslu með Covid-19

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Ljósmynd/mbl.is

10 sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, sami fjöldi og í gær.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. 

Allir sjúklingar með Covid-19 eru á bráðalegudeildum og enginn þeirra á gjörgæsludeild.

Þrír inniliggjandi sjúklingar eru óbólusettir  – aðrir fullbólusettir. Meðalaldur innlagðra vegna faraldursins er 66 ár. 

Nú eru 805 sjúklingar, þar af 220 börn, í Covid-19 göngudeild spítalans.

Einn er metinn rauður en 16 einstaklingur gulur og þurfa nánara eftirlit.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert