Grímunotkun í verslunum Bónus er frá og með deginum í dag valkvæð. Fyrirtækið hvetur þó alla að bera grímur áfram þó það verði frjálst að bera þær ekki.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bónus.
Í gær var greint frá því að Krónan hefði ákveðið, að frá og með deginum í dag muni fyrirtækið afnema grímuskyldu í verslunum sínum, en hún var sett á í lok júlímánaðar.