Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er farin í leyfi. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson, starfsmaður samskiptadeildar KSÍ.
Vísir greindi fyrst frá.
Óskar sagðist ekkert hafa að segja um lengd leyfisins eða eðli þess.
Margir hafa kallað eftir afsögn Klöru en sambandið hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarna daga fyrir þöggun og meðvirkni með gerendum innan sambandsins. Guðni Bergsson hefur þegar vikið sem formaður KSÍ auk allrar stjórnarinnar sem hefur boðað auka ársþing.
Borghildur Sigurðardóttir, annar starfandi formanna KSÍ, segir það eina sem sambandið ætli að segja um málið sé að Klara sé komin í leyfi og að þau muni ekki tjá sig um málið neitt meir.