Mál KSÍ skapar miklar umræður erlendis

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslandi er ruglað …
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslandi er ruglað við verslunarkeðjuna vinsælu. Samsett mynd

BBC fjallaði um mál KSÍ og Þórhildar Gyðu Arnarsdóttir á vef sínum í dag en einhverjir netverjar skildu fréttaflutninginn á þann veg að málið snerist um Gylfa Þór Sigurðsson eða verslunina Iceland í Bretlandi. Einn bandarískur sparkspekingur notar tækifærið til þess að rifja upp viðtal sitt við Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann KSÍ, frá 2013.

Í frétt BBC er vitnað í orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þess efnis að málið sé mjög dapurlegt með tilliti til þess hve mikið þurfti að gerast til þess að hrinda atburðarrásinni af stað. 

Segja stjórnarfund KSÍ óvenjulegan

Fleiri miðlar hafa fjallað um málið, þar á meðal The Mirror, sem kallar fund stjórnar KSÍ „óvenjulegan“.

Margir netverjar hafa þó skilið fréttina á þann veg að umfjöllunin sneri einungis að máli Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þótt mál hans hafi að einhverju leyti hrundið atburðarrásinni af stað eru aðrir netverjar fljótir að benda á að töluvert fleiri mál séu til umræðu.

Aðrir rugla Íslandi saman við verslunarkeðjuna Iceland sem rekur fjölda verslana í Bretlandi og býður upp á mikið úrval frystra matvæla.

Upplýsingafulltrúi keðjunnar var þó fljótur að kveða þann misskilning í kútinn:

Rifjar upp samtal við Geir

Fréttirnar hafa einnig borist vestur um haf til Bandaríkjanna en fjölmiðillinn NPR, gerir atburðum síðustu daga skil. 

Jason Davis, bandarískur sparkspekingur, rifjar þá upp kynni sín af Geir Þorsteinssyni í tengslum við ákvörðun Arons Jóhannssonar að spila með bandaríska landsliðinu í stað þess íslenska.

Í ljósi þess hve Geir misbauð sú ákvörðun veltir Davis því upp hvort hann hefði ekki haft í önnur horn að líta á þessum tíma: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert