54 smit greindust í gær

Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut.
Sýnataka fer fram á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust 54 smit innanlands síðasta sólarhringinn samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 29 voru í sóttkví við greiningu en 25 utan sóttkvíar.

Þá eru nú 10 á sjúkrahúsi með Covid-19, enginn þeirra á gjörgæslu.

Í sóttkví eru nú alls 2.333 en 816 eru í einangrun. Þeim fækkar því lítillega milli daga sem eru í einangrun en fólki í sóttkví fjölgar um hér um bil 60.

Í gær voru tekin rétt ríflega 4 þúsund sýni, sem er svipað og verið hefur síðustu daga.

Af þeim 54 sem smituðust í gær voru 33 óbólusettir, 20 voru fullbólusettir og bólusetning hafin hjá einum til viðbótar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert