Lést í fjallgöngu á Strandartind

Maður, sem haldið hafði í fjall­göngu frá Seyðis­firði á Strand­artind í morg­un, fannst látinn.

Björgunarsveitir höfðu leitað mannsins frá því um hádegi í dag, en fé­lag­ar mannsins sem biðu hans á Seyðis­firði höfðu þá misst við hann síma­sam­band.

Maðurinn fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld, en hann var erlendur ferðamaður. Talið er að hann hafi fallið í klettum.

Rannsókn slyssins er í höndum lögreglunnar á Austurlandi, sem kveðst ekki geta gefið frekari upplýsingar að svo stöddu. Í tilkynningu þakkar hún fyrir aðstoð björgunarsveita á Austurlandi og Norðurlandi, en leitin hafi farið fram við erfiðar aðstæður.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert