Eignaskattur ákjósanlegri en hærri fjármagnstekjuskattur

Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis, segir mun ákjósanlegra að afla tekna með stóreignaskatti en að hækka fjármagnstekjuskatt. Slíkt geti einnig ýtt undir nýsköpun.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hana og frambjóðendurna Bergþór Ólason, Miðflokki og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, VG, sem birt er í Dagmálum í dag.

Knýr fólk til að leita aukinnar áhættu

„Það er orðið mjög algengt í hinum vestræna heimi í dag að skoða eignaskatt. Þetta snýst ekk­ert um eigna­upp­töku held­ur hóf­leg pró­senta á eign­ir snýst í raun um að klípa af ávöxt­un eigna. Segj­um sem svo að þú sitj­ir á 500 millj­ón­um króna. Ef þú færð 1 til 1,5 pró­sent ofan á þig, hvað ger­ir það. Jú það þýðir að þú þarft í stað þess að sækja 3-4% ávöxt­un þá reyn­ir þú að sækja 5-7% ávöxt­un og hvað þýðir það í stað þess að vera bara í rík­is­bréf­um, löng­um skulda­bréf­um þá fjár­fest­ir þú í ein­hverju ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki,“ seg­ir Kristrún.

Mætti vel hækka fjármagnstekjuskattinn

Hún tekur ekki undir sjónarmið Bjarkeyjar Olsen um að þrepaskipta eigi fjármagnstekjuskatti og að efsta þrep hans megi vera 25% eða jafnvel hærra. Hún telur hins vegar koma til greina að hækka almennt þrep fjármagnstekjuskattsins.

„Staðreyndin er sú sem fer alltof lítið fyrir í umræðunni er að þrepaskipting á fjármagnstekjuskatti skilar engum pening. Mig langar rosalega mikið út frá jafnaðarsjónarmiði að gera það. Ég held að það séu mjög sterk rök fyrir því að fjármagnstekjuskatturinn ætti að vera hærri þannig að samtala skattsins sé ígildi hæsta tekjuskattsstigsins. En fyrir mér, út frá fjármögnunarsjónarmiði, framleiðni og hagstjórnarsjónarmiði þá er stóreignaskatturinn miklu betri fyrir samfélagið í því sambandi þótt við séum ekkert að fara að hætta að leggja fjármagnstekjuskatt á.“

Þáttinn má í heild sinni finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert