„Viðloðandi þenn­an eitraða karl­mennsku­heim fót­bolt­ans allt mitt líf“

Þeir sem koma að hlaðvarpinu hér á mynd. Hugi fyrstur …
Þeir sem koma að hlaðvarpinu hér á mynd. Hugi fyrstur frá vinstri.

„Undanfarið hefur gengið yfir umræða á samfélagsmiðlum eftir ummæli sem ég lét falla í hlaðvarpsþætti. Ég baðst strax afsökunar á ummælum mínum og sá á eftir þeim, mér urðu á mistök.“

Þetta skrifar Hugi Halldórsson, einn þeirra sem heldur úti knattspyrnuhlaðvarpinu The Mike Show, í afsökunarbeiðni sem hann birti á Twitter í dag.

„Ég hef alist upp í og verið viðloðinn þennan eitraða karlmennskuheim fótboltans allt mitt líf,“ segir Hugi og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því þá að hann hafi samofist menningunni sem þar ríkir.

Fengið harða gagnrýni

Bútar úr þættinum hafa flakkað um samfélagsmiðla þar sem fólk gagnrýnir harðlega þau orð sem stjórnendur þáttarins láta út úr sér varðandi mál KSÍ sem hafa verið í brennidepli síðustu daga.

„Klárum þetta á þessu svari KSÍ við einhverri konu, já ég var næstum búinn að missa eitthvað verr út úr mér, bara einhver kona með lyklaborð sem að veit ekkert um íþróttir eða ég held allavega ekki,“ sagði Hugi meðal annars í þættinum.

Var þá þá átt við Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, fram­halds­skóla­kenn­ara og formann jafn­rétt­is­nefnd­ar Kenn­ara­sam­bands Íslands, sem hafði skrifað pistil um þöggun ofbeldismála innan KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert