43 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Þar af voru 27 í sóttkví, eða tæp 63%. Þetta kemur fram á Covid.is. Líkt og í gær eru tíu á sjúkrahúsi og enginn þeirra á gjörgæslu.
Fjögur smit greindust á landamærunum og er beðið eftir mótefnamælingu í tveimur tilvikum.
Tekin voru 3.865 sýni, þar af 1.992 hjá þeim sem voru með einkenni.
776 eru núna í einangrun, sem er fækkun um 40 frá því í gær. 2.045 eru í sóttkví, sem er fækkun um 288 á milli daga. Á höfuðborgarsvæðinu eru 529 í einangrun en næstflestir eru í einangrun á Suðurnesjum, eða 89.