Fleiri deyi úr krabbameini í ristli og endaþarmi

„Illa er farið með almannafé þegar ákveðið er hvað eftir …
„Illa er farið með almannafé þegar ákveðið er hvað eftir annað að setja fé í að undirbúa skimun ristilkrabbameina og ákveða síðan að byrja ekki.“ Ljósmynd/Aðsend

Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, segir mikilvægt að taka upp lýðgrundaða skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Þetta kemur fram pistli hennar í Læknablaðinu í dag.

Agnes bendir á að fleiri Íslendingar deyi úr krabbameini í ristli og endaþarmi ár hvert en samanlagt úr brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini.

„Fyrir löngu hefur verið sýnt fram á þann ávinning sem skimun á krabbameinum í ristli og endaþarmi getur skilað, það er að lækka nýgengi. Enn mikilvægara er að skimun getur bjargað mannslífum,“ segir í pistli Agnesar í Læknablaðinu. 

Agnes Smáradóttir.
Agnes Smáradóttir.

Hún telur ristilspeglun vera ákjósanlegan skimunarkost, þar sem með slíkri skimun sé hægt að lækka nýgengi ristilkrabbameina.

Agnes gagnrýnir stjórnvöld að hafa ekki sett á stokk skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

„Illa er farið með almannafé þegar ákveðið er hvað eftir annað að setja fé í að undirbúa skimun ristilkrabbameina og ákveða síðan að byrja ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert