Fyrsta skóflustunga tekin að rannsóknarhúsi

Unnur Brá, Páll, Svandís og Jón Atli tóku fyrstu skóflustunguna …
Unnur Brá, Páll, Svandís og Jón Atli tóku fyrstu skóflustunguna í dag. Ljósmynd/Eva Björk

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýju rannsóknarhúsi nýja Landspítalans við Hringbraut í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður stýrihóps Landspítala, og Jóni Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tóku fyrstu skóflustunguna. 

Rannsóknahúsið, sem mun rísa vestan Læknagarðs HÍ, er ein af byggingum í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut og verður um 17.400 fermetrar að stærð.

Svandís ávarpaði viðstadda gesti og fangaði áfanganum í uppbyggingnu nýs …
Svandís ávarpaði viðstadda gesti og fangaði áfanganum í uppbyggingnu nýs spítala við Hringbraut. Ljósmynd/Eva Björk

Leysir ellefu starfsstaði af hólmi

„Þetta eru náttúrulega enn ein tímamótin í þessu stóra verkefni. Núna erum við að hefja byggingu við næststærstu byggingunni hér við Hringbraut, þetta 17.400 fermetra rannsóknarhús. Hér erum við að tala um þjónustu sem er verið að veita og starfsemi sem er verið að vinna í ellefu húsum út um allt borgarlandið þannig að þetta verður gríðarlega mikil breyting fyrir starfsemina hér við Hringbraut,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is eftir skóflustunguna. 

Svona mun rannsóknarhúsið líta út.
Svona mun rannsóknarhúsið líta út. Mynd/Hringbrautarverkefnið

Hún sagði starfsemina í nýju rannsóknarhúsi sömuleiðis nýtast við þjónustu um allt land, kennslu og rannsóknir. „Þarna verður um að ræða sterkara bakland fyrir heilbrigðisþjónustuna okkar,“ sagði Svandís. 

Viðeigandi rammi fyrir nútímaþjónustu

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist telja að rannsóknarhúsið geti bætt framleiðni Landspítalans. „Við höfum þó þegar náð fram mikilli framleiðni í rannsóknarþjónustu með svokallaðri flæðilínu sem við settum upp fyrst sjúkrahúsa árið 2015,“ sagði Páll. 

Hann segir þróun rannsóknarþjónustu halda áfram með nýju húsnæði og sem skapi viðeigandi ramma fyrir alla þá hátækni sem þarf í nútímaheilbrigðisþjónustu.

Fyrrum heilbrigðisráðherrar fjölmenntu á athöfnina. Sif Friðleifsdóttir lét sig ekki …
Fyrrum heilbrigðisráðherrar fjölmenntu á athöfnina. Sif Friðleifsdóttir lét sig ekki vanta. Ljósmynd/Eva Björk

Rannsóknahúsið verður á fjórum hæðum ásamt kjallara en þar mun öll rannsóknastarfsemi spítalans sameinadst á einn stað.

Starfseiningar þar verða lífsýnasafn, meinafræði, rannsóknakjarni, klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði, frumuræktunarkjarni, frumumeðhöndlun, erfða- og sameindalæknisfræði, ónæmisfræði og sýkla- og veirufræði.



Kristján Þór, fyrrum heilbrigðisráðherra, Unnur Brá og Páll hlýddu á …
Kristján Þór, fyrrum heilbrigðisráðherra, Unnur Brá og Páll hlýddu á erindi Svandísar. Ljósmynd/Eva Björk
Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherrr árin 2009 og 2010.
Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherrr árin 2009 og 2010. Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert