Kári segir Landspítalann í rusli

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Eggert Jóhannesson

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir margt þurfa að gera til þess að rétta stöðuna á Landspítalanum af og bætir við að andrúmsloftið innan spítalans leyfi ekki starfsfólki að njóta þess sem það gerir. Þetta kemur fram í Læknablaðinu í dag.

„Það er út í hött. Það þarf eitthvað að gera í því,“ segir Kári í viðtali við Læknablaðið.

Kári segir að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sé yndislegur maður en það hefur illa gengið að reka spítalann meðan hann hafi verið við stjórnvöll. 

„Það má leiða að því rök að hann hafi ekki fengið þann stuðning frá stjórnvöldum sem hann þyrfti á að halda.“

Kári segir það meiriháttar mistök að hafa ekki læknaráð innan spítalans og segir rekstur spítalans ganga best þegar heilbrigðisstarfsmenn „taka yfir spítalann“ eins og þegar innlögnum vegna Covid byrjaði að fjölga.

Landspítalinn illa stakk búinn

„Það er erfitt að draga vitrænar ályktanir af því sem er gert er á Landspítala þessa dagana. Hann er í slíku rusli að hann virðist einungis vera að troða marvaða við að halda höfði fyrir ofan vatn og gengur það illa," segir Kári í viðtali við Læknablaðið aðspurður um ákvörðunar töku spítalans. 

Hann telur að faraldurinn muni geisa hér áfram þar til 75-80% þjóðarinnar hafi smitast í ljósi þess að bólusetningar verndi fólk ekki gegn smiti og aðalvandamálið sé hve illa Landspítalinn sé í stakk búinn til að takast á við áframhaldandi bylgjur.

„Við þurfum að borga háan prís fyrir að hafa ekki hlúð betur að heilbrigðiskerfinu.“

Kári telur að faraldurinn muni geisa hér áfram þar til …
Kári telur að faraldurinn muni geisa hér áfram þar til 75-80% þjóðarinnar hafi smitast.

Breyting á viðhorfi mikilvæg

Kári segir viðhorf almennings til læknastéttarinnar hafi farið í ranga átt síðasta aldarfjórðung og nú séu læknar metnir sem venjulegir launþegar í stað þess fyrir að vera mikils metnir af samfélaginu eins og áður fyrr.

„Það hlýtur að vera hægt að búa til ástand þar sem menn eru montnir af því að vera þarna. En eins og stendur vill enginn vinna þarna,“ er haft eftir Kára í viðtali við Læknablaðið.

Kári telur mikilvægt fyrir næsta heilbrigðisráðherra að endurskipuleggja rekstur Landspítalans og er sammála fjármálaráðherra að vandi spítalans verði ekki einungis leystur með auknum fjárveitingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert