Landspítali semur við Klíníkina

Frá húsnæði Klíníkurinnar.
Frá húsnæði Klíníkurinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klíníkin og Landspítali hafa samið um að Klíníkin geri á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista. Um er að ræða fyrsta samninginn af þessari tegund. 

RÚV greinir frá þessu. 

Aðgerðirnar sem gerðar verða af hálfu lækna Landspítala í húsnæði Klíníkurinnar eru ófrjósemisaðgerðir og aðgerðir á eggjastokkum. 

Spítalinn mun greiða fyrir aðstöðu og utanumhald hjá Klíníkinni. 

Biðin eftir umræddum aðgerðum er sem stendur sex til níu mánuðir en með samningnum er vonast til þess að biðin verði einungis nokkrar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert