Landspítalinn hættir að nota hraðpróf

Spítalinn telur ekki ráðlegt fyrir starfsmenn að notast við hraðgreiningarprófin.
Spítalinn telur ekki ráðlegt fyrir starfsmenn að notast við hraðgreiningarprófin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landspítalinn hefur ákveðið að hætta notkun hraðgreiningarprófa þar sem spítalinn telur prófin vera síðri kost en PCR-próf, í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef spítalans.

Farsóttarnefnd sóttist í sumar eftir því að innleiða notkun hraðgreiningarprófa með þröngum skilmerkjum en prófin hafa síðan verið framkvæmd á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess.

Hafa skilað fölskum niðurstöðum

Tekur spítalinn fram að aðgengi að PCR-prófum sé gott fyrir starfsmenn spítalans alla daga ársins og þyki ekk iástæða til að nota jafnframt próf sem séu síðri, hafi skilað bæði falskt jákvæðum og falskt neikvæðum neikvæðum og eru auk þessa vandasöm í túlkun. 

Starfsmenn geta nú sjálfir bókað PCR-sýnatöku í Heilsuveru og fengið hana framkvæmda á Covid-göngudeild í Birkiborg auk þess sem aðrar starfsstöðvar reu í stakk búnar til að taka sýni fyrir PCR-próf úr starfsmönnum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert