Leigubílar víkja á Akureyri

Bifreiðastöð Oddeyrar þarf að víkja fyrir 1. apríl 2022.
Bifreiðastöð Oddeyrar þarf að víkja fyrir 1. apríl 2022. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Bif­reiðastöð Odd­eyr­ar, BSO, mun þurfa að víkja af lóð sinni fyr­ir 1. apríl 2022 vegna breyt­inga á deili­skipu­lagi miðbæj­ar Ak­ur­eyr­ar og vegna sjón­ar­miða um um­ferðarör­yggi. Bæj­ar­ráð Ak­ur­eyra­bæj­ar staðfesti þetta á fundi í gær.

BSO var stofnuð 1953 og hef­ur starfað á sama stað síðan, við Strand­götu á Ak­ur­eyri. Fé­lagið rek­ur einu leigu­bíla­stöð bæj­ar­ins sem og einu sjopp­una í miðbæ Ak­ur­eyr­ar. Í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs kem­ur fram að mann­virki leigu­bif­reiðastöðvar­inn­ar hafi verið á bráðabirgðastöðuleyfi með sex mánaða upp­sagn­ar­fresti frá ár­inu 1955 og eng­inn leigu­samn­ing­ur liggi fyr­ir.

„Við vilj­um alls ekki fara. Við erum á stað sem er bú­inn að sýna það og sanna síðastliðin 65 ár, sem þetta hús er búið að vera, að það hafi menn­ing­ar­legt gildi fyr­ir marga Ak­ur­eyr­inga sem koma hingað dag­lega. Eins er það mik­il­vægt fyr­ir næt­ur­lífið,“ seg­ir Mar­grét Elísa­bet Ims­land Andrés­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri BSO, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Kaupmaður á horn­inu

Mar­grét seg­ir BSO vilja halda stöðu sinni sem kaupmaður­inn á horn­inu og legg­ur áherslu á þau séu eina sjopp­an í miðbæ Ak­ur­eyr­ar. „Eins og staðan er núna í miðbæn­um get­urðu ekki keypt þér eina kók­flösku nema að fara inn á kaffi­hús,“ seg­ir Mar­grét.

Mar­grét seg­ir að þó að tækn­in bjóði upp á að geta starfað hvar sem er þá vilji þau vera í miðbæn­um. „Það þarf að vera hús fyr­ir fólk þar sem það get­ur beðið inni, sér­stak­lega eins og á Ak­ur­eyri þar sem er harður vet­ur,“seg­ir Mar­grét. Aðspurð hvort fé­lagið hafi skoðað annað hús­næði seg­ir Mar­grét það vera að skoða í kring­um sig en eins og nýj­asta skipu­lagið gefi til kynna sé ekki gert ráð fyr­ir fyr­ir­tæk­inu neins staðar

Hún seg­ir næsta skref að ræða við lög­menn fyr­ir­tæk­is­ins.

Ein­hug­ur í bæj­ar­ráði

Guðmund­ur Bald­vin Guðmunds­son, formaður bæj­ar­ráðs Ak­ur­eyr­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að málið hafi verið lang­an tíma í ferli en von­ir standi til að hús­næði finn­ist í miðbæn­um þar sem BSO geti haldið áfram rekstri sjopp­unn­ar og leigu­bílaþjón­ust­unn­ar. Þá seg­ir hann húsið vissu­lega eiga langa sögu en nýja deili­skipu­lagið geri ekki ráð fyr­ir því og þetta sé því lok­aniðurstaða máls­ins. Ein­hug­ur var um málið inn­an bæj­ar­ráðs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert