Löng viðvera B-2 vekur spurningar

Myndin er tekin í Keflavík og sýnir kjarnasprengjuvélarnar
Myndin er tekin í Keflavík og sýnir kjarnasprengjuvélarnar Ljósmynd/Bandaríski flugherinn

Þrjár bandarískar sprengjuvélar af gerðinni Northrop Grumman B-2 hafa í um tvær vikur haft aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þær fljúga æfingaleiðangra út á Atlantshaf. Vélarnar voru enn við æfingar í gær og liggja engar upplýsingar fyrir um hvenær þeim verður flogið burtu aftur. Aldrei fyrr hafa sprengjuflugvélar af þessari gerð haft svo langa viðkomu hér á landi, en B-2 lenti fyrst í Keflavík árið 2019 og stoppaði stutt við.

Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segir viðveru vélanna mikið áhyggjuefni. „Við sem aðrir vitum af þeim framkvæmdum sem unnið er að á Keflavíkurflugvelli og snúa að kafbátaleitarvélum. Hvort unnið sé að því leynt að gera Keflavíkurflugvöll að einhvers konar miðstöð fyrir sprengjuflugvélar vitum við ekki. Samtökin vinna nú að sér að afla frekari upplýsinga um þetta mál,“ segir Guttormur við Morgunblaðið.

Bendir hann á að flotaforingjar hafi með reglubundnum hætti lýst yfir áhuga á að auka umsvif Bandaríkjanna enn frekar hér við land. „Mikið af þeirri orðræðu sem á sér stað vestra miðar að því að koma aftur með herstöðina hingað. Sú þróun er eitthvað sem við höfum reynt að vekja athygli á,“ segir hann.

Þá segir Guttormur ljóst að íslenskir stjórnmálaflokkar hafi margir hverjir afar takmarkaðan áhuga og þekkingu á málefnum norðurslóða. Slíkt verði að breytast.

„Utanríkismálum er sjaldan hleypt inn í opinbera umræðu. Það er eins og markvisst sé verið að drepa niður umræðu um öryggismál,“ segir hann.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert