Lungnadeild opnar aftur eftir óvænt smit

Tíu sjúklingar liggja nú inni á spítalanum vegna Covid.
Tíu sjúklingar liggja nú inni á spítalanum vegna Covid. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Lungnadeild Landspítala, sem hefur verið í sóttkví í viku í kjölfar óvænts smits Covid-smits,er nú aftur opin fyrir innlagnir sjúklinga. Á vef Landspítala segir að ekki hafi fleiri greinst en þeir þrír sem greindust í fyrstu.

Þá ætlar spítalinn að hætta notkun hraðgreiningarprófa en prófin hafa verið notuð frá því a fjórða bylgjan skall á tilgreindum stöðum hjá starfsmönnum með væg einkenni.

Lærdómurinn af notkun hraðgreiningarprófa í viðkvæmri starfsemi eins og sjúkrahússtarfsemi hefur verið á þann veg að þau séu síðri kostur en PCR próf,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn geta nú farið í PCR-sýnatöku á Covid göngudeild ásamt öðrum starfsstöðvum.

Leggja til að allir sjúklingar verði skimaðir

Farsóttanefnd spítalans leggur til að sem fyrst verði innleitt það verklag að skima alla sjúklinga  sem leggjast inn, ásamt því að ekki verði heimilt að nota svefnvélar nema neikvætt PCR-sýni liggi fyrir.

Tíu sjúklingar liggja nú inni á spítalanum vegna Covid, allir á bráðalegudeildum spítalans og eru þrír þeirra óbólusettir. Enginn er á gjörgæslu. Meðalaldur innlagðra er 59 ár.

Virkum smitum fækkar um 56 á milli daga en nú eru 773 með virkt smit, þar af 248 börn. Einn er metinn rauður og 14 einstaklingar gulur og þurfa nánara eftirlit.

Töl­fræði Land­spít­ala um stöðu far­ald­urs­ins:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert