Veður hamlar mælingum

Ljóst er að yfirborð hraunsins sígur djúpt í gígnum á …
Ljóst er að yfirborð hraunsins sígur djúpt í gígnum á milli goshrina. Fyrir neðan sjálfa gígskálina er nokkuð djúpt niðurfall. Svo þegar næsta goshrina hefst tekur það töluverðan tíma fyrir hraunkvikuna að fylla gíginn upp á barma áður en hraunið fer að bulla upp úr honum og renna út frá gígnum. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Nýj­ar töl­ur um stækk­un hrauns­ins við Fagra­dals­fjall liggja ekki fyr­ir því veðrið und­an­farn­ar vik­ur hef­ur ekki leyft loft­mynda­tök­ur. Síðasta mæl­ing var gerð 8. ág­úst. Skýja­hæð þarf að vera minnst 2.000 metr­ar svo hægt sé að taka loft­mynd­ir sem lagðar eru til grund­vall­ar út­reikn­ing­um á stærð hrauns­ins, að sögn Magnús­ar Tuma Guðmunds­son­ar, pró­fess­ors í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands.

„Það er beðið eft­ir því að það gefi til flugs og þær mæl­ing­ar verða nokkuð mik­il­væg­ar,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði að gosið væri í nokkuð föst­um skorðum.

„Hraunið hef­ur ekk­ert stækkað að flat­ar­máli og ekki brotið und­ir sig nýtt land í nokkr­ar vik­ur. Það breiðist út ofan á sjálfu sér sem er af­leiðing af því hvað gosið er lotu­bundið. Það koma tíma­bil þegar er ekk­ert hraun­rennsli og þá lokast hraun­rás­ir. Svo byrj­ar þetta á ný með flæði á yf­ir­borðinu. Þá er kæl­ing­in miklu meiri. Hraunið kemst í Mera­dali, Geld­inga­dali og Nátt­haga en nær ekki út að jaðrin­um áður en það stopp­ar. Þetta bunkast því upp ná­lægt gígn­um. Á meðan þetta var­ir er að byggj­ast þarna upp eitt­hvað sem lík­ist lít­illi dyngju.“

Magnús Tumi seg­ir að þegar hraun­rennslið sé stöðugt hafi það til­hneig­ingu til að renna und­ir yf­ir­borðinu. Það kólni þá mjög lítið og geti runnið langt. Eitt dæmi um slíkt er Tví­bolla­hraun, einnig nefnt Hellna­hraun, sem rann úr Grinda­skörðum og náði niður und­ir sjó. Þar hef­ur verið hægt en stöðugt hraun­rennsli sem náði að renna tölu­vert langa leið. Gengið er yfir þetta hraun að hluta þegar farið er á Helga­fell ofan við Hafn­ar­fjörð. Hluti af Valla­hverfi í Hafnar­f­irði er byggður á þessu hrauni.

Lækk­ar í gígn­um í hlé­um

Ljóst er að yf­ir­borð hrauns­ins í gígn­um í Geld­inga­döl­um lækk­ar veru­lega mikið á milli gos­hrina. Jón Stein­ar Sæ­munds­son í Grinda­vík tók dróna­mynd­ir af gígn­um í slíku gos­hléi í júlí. Mynd­skeið frá hon­um birt­ist á Face­book-síðu Vík­ur­frétta 27. júlí og Jón Stein­ar leyfði Morg­un­blaðinu að birta meðfylj­andi mynd sem sýn­ir ofan í óvirk­an gíg­inn.

„Á þess­um mynd­um sést að gíg­ur­inn er hyl­djúp­ur og niður úr hon­um er djúpt niður­fall. Hraun­rennslið dett­ur al­veg niður og þrýst­ing­ur­inn fell­ur al­veg þegar þetta stopp­ar. Það er ljóst að það ger­ist mjög snöggt og þá tæm­ist gíg­ur­inn al­veg. Þegar rennslið byrj­ar aft­ur tek­ur marga klukku­tíma að fylla gíg­inn áður en hraun fer að renna út,“ sagði Magnús Tumi. Gíg­skál­in er um 60-70 metra djúp og svo nær niður­fallið enn dýpra. Mæl­ing­ar sem gerðar hafa verið benda til þess að í gos­hlé­um fari yf­ir­borð hraunkvik­unn­ar í rás­inni niður fyr­ir yf­ir­borð lands­ins eins og það var fyr­ir gos.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka