Greiðsla til Stígamóta hluti réttlætis

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég skil að fólk hafi uppi ákveðnar spurningar vegna greiðslu gerenda, en Stígamót styðja þær leiðir sem brotaþolar velja sér til að ná fram réttlæti,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta. Upplýst var í vikunni að Kolbeinn Sigþórsson knattspyrnumaður að hann hefði greitt þrjár milljónir króna til samtakanna Stígamóta, sem hefðu verið hlut af sáttarferli vegna meints áreitis hans gagnvart Þórhildi Gyðu Arnarsdóttir á skemmtistaðnum B5 haustið 2017.

„Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta Þær höfðu uppi kröfu um afsökunarbeiðni og greiðslu sem ég féllst á,“ segir Kolbeinn í yfirlýsingu nú í vikunni.

Árni Þór Sigmundsson, fv. aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, lagði í gær orð í belg á Facebook um greiðslu Kolbeins til Stígamóta. „Er eðlilegt að samtök sem hafa barist ötullega fyrir réttindum þolenda, þiggi þrjár milljónir í styrk úr hendi ætlaðs geranda?“ segir Árni Þór sem hættur er störfum í lögreglunni.

Við styðjum brotaþola

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segir leiðir þolenda kynferðisbrota til réttlætis séu margar, sérstaklega í samfélagi þar sem réttarkerfið bregst þeim ítrekað. „Við styðjum brotaþola, svo sem ef þeir setja gerendum mörk og vilja forðast þá. Hluti af réttlætinu getur líka verið að krefja geranda um stuðning við samtök eins og Stígamót,“ segir Steinunn. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert