Kortleggja Vatnajökul með gervihnattamyndum

Landlíkanið er unnið út frá gervihnattamyndum og eru nú fyrstu …
Landlíkanið er unnið út frá gervihnattamyndum og eru nú fyrstu myndirnar komnar í hús. mbl.is/RAX

Nýtt landlíkan af Vatnajökli er í vinnslu hjá Veðurstofu Íslands, Landmælingum Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fleiri innlendum og erlendum aðilum.

Landlíkanið er unnið út frá gervihnattamyndum og eru nú fyrstu myndirnar komnar í hús. Þetta kemur fram á vef Vatnajökulsþjóðgarðar. 

Líkanið mun gera vísindamönnum kleift að meta breytingar í hæð yfirborðs og rúmmáli jökulsins frá því að hann var síðast kortlagður árin 2010-2012 með eldri tækni.

Einnig er fyrirhugað að kortleggja fleiri jökla á þessu ári með sömu tækni til dæmis Langjökul og Mýrdalsjökul. Hofsjökull var myndaður með sömu tækni í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert