Styðja við flóttafólk í uppeldi barna sinna

Verkefnið styður við flóttafólk í uppeldi barna þeirra þar sem …
Verkefnið styður við flóttafólk í uppeldi barna þeirra þar sem sérstaklega er tekið til áfallastreitu. AFP

Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands í sam­starfi við þrjú lönd í Evr­ópu hafa und­an­farið staðið að aðlög­un og rann­sókn úrræðis til að styðja við flótta­fólk í upp­eldi barna sinna þar sem sér­stak­lega er tekið til áfall­a­streitu. Verk­efnið er fyrsta sinn­ar teg­und­ar.

„Það er ekki til neitt heild­stætt verk­efni hér­lend­is sem er svo sér­sniðið að flótta­fólki í for­eldra­hlut­verki,“ seg­ir Mar­grét Sig­mars­dótt­ir, sál­fræðing­ur og dós­ent við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands en hún held­ur utan um verk­efnið hér­lend­is sem fékk styrk­veit­ingu frá Nor­dplus árið 2018 og frá Era­smus+ 2019.

Ber­skjaldaður hóp­ur

„Þessi hóp­ur flótta­manna er mjög ber­skjaldaður og er því í mik­illi áhættu á aðlög­un­ar­vanda, bæði börn­in og fjöl­skyld­an. Við erum því að grípa þann hóp og þjón­usta hann með mjög vel rann­sökuðum úrræðum,“ seg­ir Mar­grét og nefn­ir að fjór­ar Evr­ópuþjóðir standa sam­an að verk­efn­inu, Norðmenn, Dan­ir og Hol­lend­ing­ar, en HÍ leiðir það.

Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Mar­grét Sig­mars­dótt­ir, sál­fræðing­ur og dós­ent við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend

„All­ar þess­ar þjóðir standa sam­an að inn­leiðingu að mjög þekktu og gagn­reyndu meðferðarúr­ræði sem SPARE bygg­ir á,“ seg­ir Mar­grét en SPARE bygg­ir á for­eldra­færniúr­ræðinu Par­ent Manga­ement Train­ing – Or­egon aðferð (PMTO) sem boðið hef­ur verið hér á landi í um tvo ára­tugi. 

Vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar var boðin sam­vinna við Há­skól­ann til að reyna úrræðið og gera rann­sókn á fýsi­leika og ár­angri.

Borg­in fékk styrk frá Þró­un­ar­sjóði inn­flytj­enda­mála hjá Fé­lags­málaráðuneyt­inu en það eru þær Arn­dísi Þor­steins­dótt­ir og Edda Vik­ar Guðmunds­dótt­ir sál­fræðing­ar og Heiða Hraun­berg Þor­leifs­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi hjá Keðjunni sem halda utan um verk­efnið fyr­ir Reykja­vík­ur­borg.

For­eldr­ar frá Mar­okkó, Írak, Sýr­landi, Súd­an og Af­gan­ist­an

Búið er að leiða þrjá hópa, eða um 40 manns, í gegn­um verk­efnið en fyrsti hóp­ur­inn hitt­ist á vor­dög­um fyrra og síðari tveim­ur lauk í fe­brú­ar.

Mar­grét seg­ir að ákveðið hafi verið að miða að ar­ab­ísku mæl­andi fólki vegna fjölda flótta­manna frá þeim heims­hluta í öll­um lönd­un­um sem tóku þátt í verk­efn­inu. Í hóp­un­um hér­lend­is tóku for­eldr­ar frá Mar­okkó, Írak, Sýr­landi, Súd­an og Af­gan­ist­an þátt.

Nám­skeiðið geng­ur þannig fyr­ir sig að um 15 for­eldr­ar barna á aldr­in­um 2 til 18 ára koma sam­an í tólf skipti viku­lega. Þátt­tak­end­ur í hóp­un­um voru vald­ir í sam­starfi við Teymi um­sækj­enda um alþjóðlega vernd og flótta­mannateymi Reykja­vík­ur­borg­ar.

Arndís Þorsteinsdóttir sálfræðingur.
Arn­dís Þor­steins­dótt­ir sál­fræðing­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Með hverj­um hópi störfuðu svo­kallaðir milli­menn­ing­armiðlar­ar sem eru ar­ab­ísku mæl­andi ein­stak­ling­ar sem voru sér­stak­lega þjálfaðir fyr­ir verk­efnið. 

„Þeir voru bæði í því að þýða og miðla menn­ing­ar­leg­um þátt­um í báðar átt­ir, frá sem sagt for­eldr­un­um til okk­ar og frá okk­ur til þeirra, svo að all­ir gætu skilið hvorn ann­an bet­ur til þess að styðja við aðlög­un­ina,“ seg­ir Arn­dís.

Hvernig á að eiga við erfiðar til­finn­ing­ar

„Við vor­um að vinna með ákveðin verk­færi til þess að þjálfa for­eldr­ana í notk­un á þeim. Þetta eru verk­færi eins og að gefa skýr fyr­ir­mæli, nota já­kvæða hvatn­ingu, setja mörk og að hafa vak­andi at­hygli í öll­um sam­skipt­um við barnið,“ seg­ir Edda og bæt­ir við að sér­stak­lega væri unnið með til­finn­ing­ar og hvernig sé hægt að eiga við erfiðar til­finn­ing­ar.

Edda Vikar Guðmundsdóttir sálfræðingur.
Edda Vik­ar Guðmunds­dótt­ir sál­fræðing­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við fund­um mjög fljótt hvaða þýðingu þetta hafði fyr­ir for­eldr­ana og feng­um mikið þakk­læti frá þeim. Það var svo gam­an að sjá hvernig for­eldr­arn­ir fóru að blómstra og líða bet­ur. Þar af leiðandi að standa sig bet­ur í for­eldra­hlut­verk­inu,“ seg­ir Arn­dís og bæt­ir við að marg­ir hafi upp­lifað betri sam­skipti við börn sín. 

Þá hafi þátt­tak­end­ur einnig bet­ur áttað sig á menn­ingu Íslands og Evr­ópu al­mennt.

„Út af því sem þetta fólk hef­ur gengið í gegn­um var ein­blínt á áföll og áfall­a­streitu. Það var því fléttað inn í efnið og kom al­veg ein­stak­lega vel út. For­eldr­arn­ir töluðu sjálf um hvað þetta hafði hjálpað á mörg­um sviðum eft­ir að þau komu heim. Bæði í sam­skipt­um við börn­in og að eiga við sín­ar eig­in til­finn­ing­ar, líka að geta sett börn­un­um sín­um mörk og aðlag­ast bet­ur inn í sam­fé­lagið í raun og veru,“ seg­ir Edda.

Grunnniður­stöður sýna mikla ánægju

Há­skóli Íslands vann rann­sókn meðfram for­eldra­starf­inu þar sem ár­ang­ur af úrræðinu var mæld­ur. Að sögn Mar­grét­ar sýna grunnniður­stöður að mik­il ánægja sé hjá þátt­tak­end­um.

„Við sjá­um mæl­an­leg áhrif á það hvað for­eldra­færni eykst og hvernig líðan barn­anna og for­eldr­anna verður betri,“ seg­ir Mar­grét og nefn­ir að niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar verða birt­ar fljót­lega.

Hinar þjóðirn­ar sem taka þátt í verk­efn­inu eru nú að vinna með hópa í sín­um lönd­un­um. Mar­grét seg­ir að ekki sé komið á hreint hverj­ir aðrir muni koma að verk­efn­inu á Íslandi en að stefnt sé að því að aðrar þjóðir í Evr­ópu fái kynn­ingu á verk­efn­inu þegar niður­stöður allra landa liggi fyr­ir.

„Ánægju­legt að geta hjálpað for­eldr­um og börn­um“ 

Það er nú Reykja­vík­ur­borg­ar að halda áfram að leiða verkið hjá sér en að sögn Arn­dís­ar fer af stað nýr nýir hóp­ur í lok sept­em­ber.

„Við hjá borg­inni erum mjög til­bú­in til þess að veita þessa þjón­ustu. Það er mik­il eft­ir­spurn,“ seg­ir Arn­dís og að fag­fólk vel­ferðarsviðs sýni verk­efn­inu mik­inn áhuga.

„For­eldr­ar fá hjálp til þess að tala við börn­in um erfiða hluti og leiða þau í gegn­um erfiðar upp­lif­an­ir. Þetta fólk hef­ur bæði þurft að yf­ir­gefa land sitt í öm­ur­leg­um aðstæðum og þurft að ganga í gegn­um erfiða lífs­reynslu. Þau koma svo hingað til lands og eru hólp­in og þakk­lát fyr­ir að vera kom­in í ör­yggi. Það er hins veg­ar svo margt nýtt fyr­ir þau, sam­fé­lagið er öðru­vísi og margt sem þau þurfa að tak­ast á við. Það er svo ánægju­legt að geta hjálpað for­eldr­um og börn­um til þess þeim líður bet­ur og gangi bet­ur á all­an hátt,“ seg­ir Arn­dís og bæt­ir við að verk­efnið sé mjög gef­andi og þarft.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert