22 smit innanlands – ekki færri síðan 18. júlí

Skimun við kórónuveirunni Covid-19.
Skimun við kórónuveirunni Covid-19. mbl.is/Oddur

22 greindust með kórónuveiruna Covid-19 innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fjórtán í sóttkví eða 63,64 prósent. Aðeins átta greindust með veiruna utan sóttkvíar. 

Fleiri smitaðir óbólusettir

Ekki hafa greinst færri kórónuveirusmit innanlands síðan þann 18. júlí, þegar ellefu greindust. Strax daginn eftir urðu smitin 37.

Sautján greindust í einkennasýnatöku og fimm í sóttkvíar- og handahófsskimunum. 

Af smituðum voru tólf óbólusettir og tíu fullbólusettir. 

Fækkar á sjúkrahúsi, í sóttkví og einangrun 

Níu eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19 og fækkar um einn frá því í gær.

1.463 eru í sóttkví hér á landi og hefur fækkað um 194 síðastliðinn sólarhring. 687 í einangrun með veiruna 69 færri en í gær. 

Nýgengi smita innanlands lækkar á milli daga, stendur nú í 238,3 en var í gær 247,1.

Tvö smit greindust við landamæri Íslands.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert