„Á íþróttum hvílir skylda“

Chris Harwood skoðaði aðstöðuna hjá fimleikadeild Ármanns í vikunni.
Chris Harwood skoðaði aðstöðuna hjá fimleikadeild Ármanns í vikunni. Ljósmynd/UMFÍ

Breski íþrótta­sál­fræðing­ur­inn dr. Chris Harwood vinn­ur nú að því að hjálpa íþrótta­fé­lög­um hér á landi að byggja upp and­lega og fé­lags­lega færni ungs íþrótta­fólks. Aðspurður seg­ir Chris að slík færni íþrótta­fólks sé einn af lyk­ilþátt­un­um í því að byggja upp já­kvæða íþrótta­menn­ingu.

„Á íþrótt­um hvíl­ir skylda til að fræða fólk og hjálpa því að dafna og haga sér með viðeig­andi máta á öll­um sviðum lífs­ins,“ seg­ir Harwood í sam­tali við mbl.is.

Harwood er pró­fess­or við Loug­h­borough-há­skóla í Bretlandi. Hann hélt í gær nám­skeið í Há­skól­an­um í Reykja­vík en nú er horft til þess að inn­leiða aðferð hans sem ber heitið The 5C‘s, eða upp á ís­lensk­una C-in fimm hér á landi, hjá fim­leika­deild Ármanns og knatt­spyrnu­deild Fylk­is.

Þjálfa fimm þætti í sál­rænni og fé­lags­legri færni

Bæði starfs­menn fé­lag­anna og þjálf­ar­ar koma að því ásamt rann­sókn­art­eymi og starfs­mönn­um sem vinna að þessu verk­efni.

Verk­efnið snýst um að þjálfa fimm þætti í sál­rænni og fé­lags­legri færni barna og ung­linga í íþrótt­um, rétt eins og þá lík­am­legu. Þess­ir þætt­ir eru skuld­bind­ing, sam­skipti, sjálfs­traust, sjálf­sagi og ein­beit­ing.

Að verk­efn­inu standa ÍSÍ, UMFÍ, KSÍ, Fim­leika­sam­band Íslands, Há­skól­inn í Reykja­vík og Loug­h­borough há­skóli í Englandi. Verk­efnið hef­ur hlotið um 30 millj­óna króna styrk úr Era­smus+ styrkja­áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins.

Harwood starfaði um tíma sem sál­fræðing­ur hjá liðum yngri flokka í breska fót­bolt­an­um. Þá komst hann að því að þjálf­ar­ar ein­beittu sér gjarn­an ekki að þjálf­un sál­fræðilegr­ar og fé­lags­legr­ar færni.

„Ein­blínt var á tækni­lega og lík­am­lega færni en ekki á sál­fræðilega og fé­lags­lega færni. Mér þótti mik­il­vægt að tryggja að at­hygl­in myndi bein­ast að þess­um þátt­um,“ seg­ir Harwood.

Hjálp­ar þeim í líf­inu öllu

Því þróaði Harwood C-in fimm, til þess að hjálpa þjálf­ur­um og leik­mönn­um að sjá tæki­fær­in sem væru til staðar í fót­bolt­an­um til þess að styrkja sál­fræðilega og fé­lags­lega færni með fót­bolta.

„Þetta er eitt­hvað sem hjálp­ar þeim ekki ein­ung­is í íþrótt­un­um held­ur líka í líf­inu öllu,“ seg­ir Harwood.

„Við vinn­um með þjálf­ur­um til þess að hjálpa þeim að skilja hvað hvert C þýðir og hvernig mik­il færni í hverju atriði lít­ur út. Þeir geta svo unnið með það lengra, á æf­ing­um, í leikj­um og í sam­skipt­um. Þjálf­ar­arn­ir verða að vinna með hug­mynda­fræðina á sín­um for­send­um, eft­ir sinni menn­ingu. Þjálf­ar­arn­ir hér á Íslandi þekkja menn­ing­una hér til dæm­is miklu bet­ur en ég.“

Ónýtt tæki­færi

Mark­miðið er einnig að gera íþrótta­fólk­inu sjálfu ljóst hvernig fé­lags­leg og and­leg færni lít­ur út og hvernig er hægt að bæta sig í henni. Þá geta þeir sjálf­ir sett sín eig­in mark­mið í þeim efn­um.

„Þegar þeir gera sér grein fyr­ir því geta þeir haldið áfram að vinna í því að styrkja þessa kosti sína,“ seg­ir Harwood.

Aðspurður seg­ir hann að al­mennt vanti upp á þjálf­un fé­lags­legr­ar og and­legr­ar hæfni í íþrótt­um í Evr­ópu. Harwood seg­ir að í þeim efn­um séu mörg ónýtt tæki­færi til þess að byggja upp ein­stak­linga, sterk íþróttalið og heil­brigt sam­fé­lag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert