Búist við að íshellan lækki um allt að 100 metra

Myndin sýnir Eystri-Skaftárketil. Myndin er úr safni og sýnir ekki …
Myndin sýnir Eystri-Skaftárketil. Myndin er úr safni og sýnir ekki aðstæður eins og þær voru í dag. Ljósmynd/Þorsteinn Þorsteinsson

Íshellan í Eystri-Skaftárkatli í Vatnajökli hefur lækkað um tæpa fimm metra frá því um miðnætti og er búist við að hún lækki um 60 til 100 metra til viðbótar, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Við erum að fylgjast með íshellunni lækka jafnt og þétt. Þetta er svona byrjunin, fyrst er lækkunin hæg en svo hraðar hún sér,“ segir Salóme.

Búist er við að hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli komi undan jökuljaðrinum í fyrramálið og nái hámarki á næstu dögum. Er líklegt að stærð þess verði af svipaðri gráðu og hlaupið árið 2018 en þá náði rennslið 2000 rúmmetrum á sekúndu.

Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagðist Björn Oddsson, jarðeðlis­fræðing­ur hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, búast við því að hlaupið muni ná þjóðveginum annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert