Lengsti dvali frá því í mars

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gosvirkni í eldgosinu í Geldingadölum liggur niðri sem stendur og hefur gert síðan á fimmtudaginn. 

Þetta má merkja greinilega á óróamælingum Veðurstofu Íslands. 

Óróamælingar við Fagradalsfjall.
Óróamælingar við Fagradalsfjall. Mynd/Veðurstofa Íslands

Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, segir pásuna þá lengstu síðan í mars: 

„Gosið hefur legið í dvala, en samt ekki í dvala beint, það virðist enn vera í gangi en flæðið ekki. Það rýkur upp úr gígnum þegar við sjáum eitthvað á vefmyndavélunum,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands.

Óróinn hærri vegna veðurs

„Við sjáum síðan ekki í hraunið fyrr en það er komið aðeins upp. Svona þremur til níu klukkustundum eftir að óróinn fer að hækka.“

Hann segir hækkunina sem merkja má núna og frá því rétt fyrir miðnætti, sé vegna veðurs. Órói og flæði hrauns eru beintengd og á órói því að aukast þegar hraunið fer af stað aftur. 

Böðvar segir lítið hægt að lesa í stöðuna, né útiloka að um breytingu á gangi gossins sé að ræða. Enn mælist órói á svæðinu og ekkert sé að frétta af skjálfum á svæðinu í bili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert