Smáskjálftar við Öskju í gærkvöldi

Sjö smáskjálftar mældust við Öskju í gærkvöldi.
Sjö smáskjálftar mældust við Öskju í gærkvöldi. mbl.is/Sonja Sif

Sjö smáskjálftar mældust á mælum Veðurstofu Íslands við Öskju í gærkvöldi. Sá minnsti mældist 0,1 og sá stærsti 1,4, norðnorðvestur af Kröfuvirkjun. Skjálftavirknin er ekki óvenjuleg en gæti þó tengst landrisi við Öskju að mati sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 

Einn skjálfti mældist upp úr klukkan 14 í dag, 0,9 að stærð. 

Þensla hófst í Öskju í byrjun ágúst og sýna samfelldar GPS mælingar og gervitunglagögn úr Sentinel-1 að land hefur risið um 5 sentímetra á einum mánuði. Er þetta í fyrsta skipti í áratugi sem landris hefur orðið en landsig hefur mælst stöðugt um einn sentímetra á ári. 

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sagði við mbl.is í gær að flest benti til þess að kvika væri farin að streyma inn í rætur eldstöðvarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert