Á leið í átt að tilslökunum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís á blaðamannafundi.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís á blaðamannafundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að faraldurinn sé í rénun hefur ekki verið ákveðið að grípa til afléttinga á sóttvarnatakmörkunum. Heilbrigðisráðherra segir að miðað við þróunina nú sé þó ástæða til þess að „við séum að minnsta kosti á þeirri leið“.

Núverandi takmarkanir miða t.a.m. við 200 manna samkomubann. Þær gilda til 17. september næstkomandi.

22 kórónuveirusmit greindust innanlands á laugardag. Ekki hafa færri greinst smitaðir síðan 18. júlí síðastliðinn, daginn áður en núverandi smitbylgja fór af stað af alvöru. Almennt eru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum og var það raunin á laugardag þegar rúmlega 2.300 sýni voru tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert