Fyrsta hvítlauksuppskera Íslandssögunnar

Neytendur eiga von á góðu í haust.
Neytendur eiga von á góðu í haust. Ljósmynd/Íris Þorsteinsdóttir

Hörður Bender er fyrsti og eini hvítlauksbóndi Íslands. Hann vinnur nú ásamt Þórunni Jónsdóttur eiginkonu sinni og fimm börnum að tímamótauppskeru, fyrstu hvítlauksuppskeru Íslandssögunnar á stórum skala. Hvítlaukurinn vex og dafnar í eldfjallajarðvegi og segir Hörður að íslenskir neytendur eigi von á góðu.

Fjölskyldan keypti jörðina að Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum fyrir fjórum árum og hefur stundað þar ferðamanna- og hestabúskap. Svo bankaði kórónuveirufaraldurinn að dyrum, með tilheyrandi fækkun ferðamanna, og fjölskyldan ákvað að prófa eitthvað nýtt. Hvítlauksræktun varð fyrir valinu og er nú útlit fyrir að uppskeran þetta haustið verði um tvö tonn.

„Auðvitað eigum við að rækta hvítlauk á Íslandi“

„Við hjónin höfum ræktað hvítlauk hérna úti í garði í litlum mæli til heimilisbrúks. Þegar við vorum að taka upp uppskeruna fyrir heimilið í hitt í fyrra sló þetta mig. Ég stóð þarna með fullt fang af hvítlauk og þá hugsuðum við: „Hvaða rugl er þetta, auðvitað eigum við að rækta hvítlauk á Íslandi.“ Við lögðumst í rannsóknarvinnu sem stendur enn yfir, að finna út hvaða yrki geti mögulega passað fyrir svona ræktun á stærri skala á Íslandi,“ segir Hörður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert