Geta gert með sér stafrænan samning um breytt lögheimili barns

mbl.is/Kristinn Magnússon

Foreldrar geta nú gert með sér stafrænan samning um breytt lögheimili barns og um leið breytta tilhögun meðlags. Öll afgreiðsla málsins er stafræn og foreldrarnir undirrita samninginn um breytta högun með rafrænni undirritun, hvort fyrir sig.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. 

Þar segir einnig, að foreldrar sem séu sammála um lögheimilisflutning barns geti nýtt sér þessa þjónustu sýslumanna sem sé aðgengileg á Ísland.is.

„Ferlið er stafrænt frá upphafi til enda og berst staðfesting sýslumanns foreldrum í pósthólf þeirra á Ísland.is að málsmeðferð lokinni. Þannig geta foreldrar gengið frá lögheimilisskráningu barnsins án þess að þurfa að mæta á skrifstofu sýslumanns eða afla gagna fá öðrum stofnunum,“ segir í tilkynningunni. 

Nánar hér. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert