Hraðpróf brátt í skólana

Útlit er fyrir að hraðpróf verði tekin til notkunar í grunnskólum landsins í vikunni en óljóst er hvernig framkvæmdin verður, að sögn Þorgerðar L. Diðriksdóttur, formanns Félags grunnskólakennara. 

Hún segir að núverandi fyrirkomulag hafi valdið áhyggjum meðal kennara og fagnar því að kennarar og nemendur muni geta notast við hraðpróf þegar farið er í smitgát en hingað til hafa nemendur og kennarar mætt í skólann á meðan á smitgátinni stendur.

Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Melaskóla, fagnar tilkomu hraðprófanna en telur núverandi fyrirkomulag hafa lagt mikið á samviskusama kennara, sem fara í sýnatöku hafi þeir minnstu einkenni, af ótta við að smita nemendur og samstarfsfólk. 

Uppfært

Upphaflega stóð í fréttinni að rætt hafi verið við Önnu Maríu Gunnarsdóttur, varaformann KÍ, en rétt er að rætt var við Þorgerði L. Diðriksdóttur. Leiðréttist það hér með. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert