Núverandi bylgja orðin óvenjulöng

Flestir sem hafa leitað til Bjarkarhlíðar á þessu ári hafa …
Flestir sem hafa leitað til Bjarkarhlíðar á þessu ári hafa komið þangað vegna ofbeldis af hálfu fyrrverandi maka, eða tæp 47%. mbl.is/Hari

Yfirstandandi bylgja Metoo, sem felst í umræðu um kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi, hefur staðið óvenjulengi yfir, miðað við fyrri bylgjur, eða í um fjóra mánuði. Það sem skilur hana einnig frá fyrri bylgjum er fleiri hafa komið að umræðunni og karlmenn hafa tjáð sig í auknum mæli um þetta samfélagslega vandamál.

Samtök og stofnanir sem taka á móti þolendum ofbeldis hafa fundið fyrir auknu álagi í takt við aukna umræðu.

Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð, segir að Bjarkarhlíð líti á vitundarvakninguna með jákvæðum augum. Umræðan er, að mati Rögnu, valdeflandi fyrir þolendur og mikilvæg fyrir baráttuna gegn ofbeldi.

„Við finnum alveg að fólk sem hélt að það væri komið með góða stjórn á tilfinningum og hugsunum vegna ofbeldis úr eldra sambandi lendir oft á vegg þegar umræðan kemst af stað. Umræðan hefur þau áhrif að það áttar sig á því að það var kannski ekki búið að vinna nóg úr sínum tilfinningum,“ segir Ragna.

„Öll vitundarvakning er af hinu góða. Það hjálpar alltaf fleirum og fleirum að opna á sín mál.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert