„Þetta lítur miklu betur út“

Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Staðan á bæði Covid-19-göngudeild og gjörgæsludeild Landspítalans fer nú batnandi. Þetta staðfestir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-19-göngudeildar Landspítalans í samtali við Morgunblaðið. Á laugardag greindust einungis 22 kórónuveirusmit innanlands en svo fá smit hafa ekki greinst síðan yfirstandandi kórónuveirubylgja fór af stað í lok júlí.

„Þeim tilfellum sem eru í umsjá göngudeildarinnar hefur farið fækkandi síðan á föstudaginn sl. og þeim sem liggja inni hefur ekki fjölgað neitt heldur,“ segir Runólfur.

Níu manns liggja nú inni á bráðalegudeildum Landspítalans vegna Covid-19 og er það einum færri en á föstudag. Meðalaldur þeirra er 60 ár. Enginn sjúklingur er á gjörgæslu. Flestir sjúklinganna sem liggja inni vegna Covid-19 eru á góðum batavegi að sögn Runólfs.

„Þetta lítur miklu betur út en það gerði hérna fyrir 2-3 vikum síðan,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert