Eftir er að veiða um þriðjung hreindýrakvótans í ár

Hreindýr.
Hreindýr. mbl.is/Sigurður Bogi

Um þriðjungur hreindýra sem leyft er að veiða á þessu ári, um 400 dýr af 1.220, var óveiddur á sunnudaginn var. Þá voru aðeins tíu dagar eftir af veiðitíma tarfa og 15 dagar af veiðitíma kúa.

„Það er dálítið mikið óveitt,“ segir Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Hann segir að veiðin hafi tekið dálítinn kipp í síðustu viku. Einmuna blíða hefur verið allt þetta veiðitímabil. Tarfaveiðar hófust 15. júlí og veiði á kúm 1. ágúst. Veidd dýr hafa verið væn og vel haldin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert