Ekki er tímabært að tala um möguleg goslok í tengslum við eldgosið í Geldingadölum þátt fyrir að það hafi lítið látið á sér kræla að undanförnu.
Þetta segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
„Það er engin staða á því. Það er ekkert að sjá á vefmyndavélum og það hafa verið mjög fáir jarðskjálftar þarna í kring,“ segir Sigþrúður spurð út í stöðuna á gosinu.
Glóð sást í gígnum í nótt en síðan þá hefur hún ekki sést, bætir hún við.
Spurð hvað þessi staða táknar segir hún að hugsanlega gæti kvika verið að renna neðanjarðar en ekki sé hægt að sjá það.