Kafli í Sundagörðum malbikaður

Vegakaflinn sem um ræðir.
Vegakaflinn sem um ræðir. Kort/Vegagerðin

Á morgun, miðvikudag, er stefnt á að malbika Sundagarða, akrein til suðurs, frá Sæbraut og niður að innkeyrslu að KFC ef veður leyfir.

Malbika þarf kaflann í Sundagörðum í tvennu lagi til að koma í veg fyrir lokun á Sæbraut.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan 13 til 16.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Malbika á Kringlumýrarbraut

Annað kvöld er síðan stefnt á að malbika hægri akrein á Kringlumýrarbraut frá Listabraut og 800 metra til suðurs ef veður leyfir.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan 18:30 til 24.

Vegakaflinn sem um ræðir á Kringlumýrarbraut.
Vegakaflinn sem um ræðir á Kringlumýrarbraut. Kort/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert