„Landsliðsþjálfari smætti reynslu þolenda“

Aðgerðahópurinn Öfgar.
Aðgerðahópurinn Öfgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öfgar og forvarnahópurinn Bleiki fíllinn hafa beint spjótum sínum að Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu og segja hann smætta reynslu þolenda kynbundis ofbeldis.

Á viðburði sem stofnað hefur verið til á Facebook, um samstöðufund með þolendum vegna mála um kynferðisafbrot sem komið hafa upp innan KSÍ, segir að landsliðsþjálfari hafi fengið að halda uppi skaðlegri orðræðu og versnar með hverjum blaðamannafundinum sem haldinn er.

„Við þurfum að sýna að við erum að fylgjast með, við ætlum ekki að leyfa þessu að líðast og að við stöndum með þolendum. Nauðgunarmenning á enga samleið með knattspyrnu og til að útrýma henni þurfum við að vera réttu megin við línuna,“ segir í kynningu á viðburðinum. 

„Sýna að við fordæmum það að landsliðsþjálfari smætti reynslu þolenda og setji ábyrgðina á vitlausan stað. Einungis með sýnilegri samstöðu sendum við skilaboðin: ekki vera fáviti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert