Milljón sýni tekin vegna veirunnar

Fólk í biðröð vegna sýnatöku á Suðurlandsbraut fyrr í sumar.
Fólk í biðröð vegna sýnatöku á Suðurlandsbraut fyrr í sumar. mbl.is/Oddur

Milljónasta sýnið vegna skimunar fyrir kórónuveirunni hérlendis var tekið í gær.

Þetta sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Fréttablaðið.

Hvert sýni kostar á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur og því hafa verið tekin sýni fyrir að minnsta kosti fjóra milljarða króna.

Þar eru ekki talin með sýni sem eru tekin af einkareknum fyrirtækjum.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert