Urður Egilsdóttir
„Okkur grunaði nú ekki að við værum enn þá að ræða mál Fossvogsskóla þremur árum eftir að málið kom upp en þetta er sagan endalausa,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, en flokkurinn fór fram á umræðu um mál skólans á fundi borgarstjórnar í gær.
Þá bárust einnig þær fréttir í gær að tafir yrðu á vinnu við uppsetningu færanlegra kennslustofa á skólalóð Fossvogsskóla og því mun kennsla 2. til 4. bekkjar verða áfram í húsnæði Hjálpræðishersins en upphaflega stóð til að uppsetningu yrði lokið 15. september.
Í pósti frá Reykjavíkurborg til foreldra nemenda segir meðal annars að einingarnar séu hannaðar til nota í heitari löndum en á Íslandi og því sé verið að þykkja útveggi. „Þetta er endalaus bútasaumur,“ segir Eyþór.