Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út um hálffimmleytið í nótt eftir að eldur kviknaði í fjarskiptaskúr Kapalvæðingar við Vallargötu í Reykjanesbæ.
Að sögn varðstjóra var eldurinn að mestu slokknaður þegar slökkviliðið kom á vettvang. Reykkafarar voru sendir inn til að tryggja að allur eldurinn væri slokknaður. Eftir það var skúrinn reykræstur.
Allur búnaður inni í skúrnum er ónýtur, auk þess sem skemmdir urðu á skúrnum, sem er um 15 til 20 fermetrar að stærð. Tölvur og ýmislegt fleira var í skúrnum.