Lengsta goshlé frá upphafi

Eldgosið í Geldingadölum hefur nú legið í dvala í rúma …
Eldgosið í Geldingadölum hefur nú legið í dvala í rúma viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eld­gosið í Geld­inga­döl­um hef­ur nú legið í dvala í rúma viku en óróa­virkni hef­ur verið nán­ast eng­in frá því á fimmtu­dag­inn í síðustu viku. Er þetta lengsta gos­hlé frá því að eld­gosið hófst þann 19. mars, að sögn Bryn­dís­ar Ýrar Gísla­dótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands.

Sér­fræðing­ar á Veður­stof­unni telja þó of snemmt að ræða gos­lok. Gasstreymið sem hef­ur sést á vef­mynda­vél­um bend­ir meðal ann­ars til þess að eitt­hvað sé að ger­ast.

Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að af­gös­un úr gígn­um bæri merki þess að kvika liggi til­tölu­lega grunnt. Það gæti þó verið ein­hver fyr­ir­staða sem kæmi í veg fyr­ir að hún næði til yf­ir­borðs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert