Sóknarpresturinn á Skagaströnd, sr. Bryndís Valbjarnardóttir, hefur tímabundið tekið við þjónustu á Blönduósi. Presturinn þar, sr Sveinbjörn R. Einarsson, er farinn til starfa í Garðabæ.
Ljóst þótti að styrkja þyrfti kristnihald í Garðaprestakalli, meðan annars vegna fjölgunar íbúa. Ákvörðun um þetta var tekin á Biskupsstofu og sr. Ursula Árnadóttir var tímabundið prestur á Blönduósi en er nú farin í námsleyfi. Þá hleypur Skagastrandarprestur í skarðið, en um 30 kílómetrar eru milli þessara byggða.