Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Landsbankanum, segir lága vexti og skort á fjárfestingartækifærum eiga þátt í hækkandi eignaverði. Bæði verði hlutabréfa og fasteigna.
Framboð af fjárfestingarkostum sé takmarkað samhliða því sem fé streymi inn í lífeyrissjóðina.
Tilefnið er annars vegar sala tveggja fjárfesta á hlut sínum í Bláa lóninu og hins vegar sala á gagnaverinu Verne Global á Ásbrú. Samkvæmt fréttum er lónið metið á 61 milljarð og gagnaverið 42 milljarða, eða samtals yfir 100 milljarða. Hefur þetta vakið athygli meðal greinenda.