Viðræðurnar reyndar til þrautar

Sjúkratryggingar Íslands.
Sjúkratryggingar Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

„Okkur finnst yfirvöld ekki hafa sýnt mikinn áhuga á að ná samningum við okkur,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, en félagið sleit samningaviðræðum við Sjúkratryggingar Íslands í vikunni.

Samningar sérfræðilækna hafa verið lausir frá árinu 2018 og segir Þórarinn að samningaferlið hafi verið langt og strangt. „Það var búið að reyna viðræðurnar til þrautar.“

Læknafélagið gerði könnun á meðal lækna í sumar þar sem kom fram að yfirgnæfandi meirihluti vildi slíta viðræðum, eða um 84%. Af ríflega 300 sérfræðilæknum svöruðu 243 könnuninni. Einungis 14% vildu halda áfram viðræðum með sama formi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert