Andlát: Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Jón Sig­urðsson, fyrr­um seðlabanka­stjóri, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráðherra er lát­inn. Hann var 75 ára gam­all þegar hann lést. 

RÚV grein­ir frá þessu. Jón greindi frá því í mynd­inni Karla­meini sem sýnd var í mars á síðasta ári að hann hefði greinst með langt gengið krabba­mein í blöðru­hálskirtli.

Jón var fædd­ur í Kollaf­irði á Kjal­ar­nesi 23. ág­úst árið 1946. For­eldr­ar hans voru Sig­urður Ell­ert Ólason hæsta­rétt­ar­lögmaður og rík­is­lögmaður og Unn­ur Kol­beins­dótt­ir, kenn­ari og bóka­vörður.

Jón stundaði nám við Mennta­skól­ann í Reykja­vík en hann lauk þar stúd­entspófi árið 1966. Þaðan lá leiðin í ís­lensku og sagn­fræði í Há­skóla Íslands. Hann út­skrifaðist með BA-gráðu í þeim fög­um þrem­ur árum síðar. 

Jón tók við starfi rit­stjóra Tím­ans árið 1978 og sinnti því til árs­ins 1981. Að því loknu varð hann skóla­stjóri Sam­vinnu­skól­ans á Bif­röst og síðar varð hann rektor skól­ans til árs­ins 1991. 

Árið 1988 út­skrifaðist Jón með meist­ara­gráðu í mennt­un­ar­fræðum og kennslu­stjórn­un frá Col­umb­ia Pacific Uni­versity í San Rafa­el í Banda­ríkj­un­um. Hann út­skrifaðist með doktors­gráðu í sömu grein­um tveim­ur árum síðar. Árið 1993 út­skrifaðist hann svo úr MBA námi í rekstr­ar­hag­fræði og stjórn­un frá Nati­onal Uni­versity í San Diego í Banda­ríkj­un­um. 

Frá ár­inu 2003 til árs­ins 2006 var Jón seðlabanka­stjóri. Að því loknu tók hann við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra til árs­ins 2007. Þá var hann einnig formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert