Ég vil skila skömminni

„Ég vil stíga fram og setja með því gott fordæmi; …
„Ég vil stíga fram og setja með því gott fordæmi; þetta er ekki okkar skömm. Þetta er algjörlega hans,“ segir Óli Björn Pétursson sem er eitt fórnarlamba Sigga hakkara. mbl.is/Ásdís

Óli Björn Pét­urs­son varð fyr­ir grófu kyn­ferðisof­beldi, auk and­legs og lík­am­legs of­beld­is, af hálfu kyn­ferðis­glæpa­manns­ins sem oft­ast geng­ur und­ir nafn­inu Siggi hakk­ari. Óli Björn var aðeins ung­ling­ur að aldri þegar brot­in áttu sér stað en er nú loks á góðum stað eft­ir mikla sjálfs­vinnu hjá sál­fræðingi. Hann vill nú stíga fram og hvet­ur aðra unga menn sem hafa orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi til þess sama. Þeir eigi aldrei að þegja yfir of­beldi því skömm­in er ekki þeirra að bera.

Óli Björn vill skila skömm­inni í eitt skipti fyr­ir öll, en eft­ir ára­langa sál­fræðimeðferð er hann reiðubú­inn til þess.

Tæl­ing­ar og blekk­ing­ar

Sag­an byrj­ar snemma árs árið 2011. Skila­boð detta inn í síma Óla Björns frá nítj­án ára göml­um manni sem hann kannaðist við úr fjöl­skyldu­boðum, fyrr­nefnd­um Sig­urði.

„Ég hafði hitt hann í mat­ar­boðum en for­eldr­ar hans eru vina­fólk ætt­ingja minna. Svo byrj­ar hann að senda mér skila­boð í gegn­um Face­book. Ég var þá ekki orðinn fimmtán ára. Hann byrj­ar að segja mér hvað hann eigi flotta bíla, hvað hann sé æðis­leg­ur og eigi mik­inn pen­ing. Hann vildi bjóða mér tölv­ur, bíla og síma í skipt­um fyr­ir kyn­ferðis­legt at­hæfi,“ seg­ir hann.

„Ég samþykkti ekk­ert til að byrja með; ég var bara ung­ur og hrædd­ur en þá komu hót­an­ir á móti. Hann var með tæl­ing­ar og blekk­ing­ar og nefn­ir háar upp­hæðir, bíla og geggjaða iP­ho­ne-síma, eitt­hvað sem alla unga stráka dreym­ir um. Hann hætti aldrei að senda á mig fyrr en ég samþykkti og þá kom hann,“ seg­ir Óli Björn og seg­ir að Sig­urður hafi fyrst brotið á sér 24. apríl 2011 á Sauðár­króki, en Sig­urður keyrði norður gagn­gert til að brjóta á drengn­um.  

„Hann var ekki með neitt af því sem hann hafði lofað. En þá nauðgar hann mér fyrst.“

Notaði raf­byssu og piparúða

„Þetta byrjaði svona og varð svo að 40-50 skipt­um. Í dómn­um kem­ur fram að skipt­in voru fjöru­tíu en þau voru fleiri,“ seg­ir Óli Björn.

„Það er erfitt að segja frá þessu. Hann náði mér og það varð ekki aft­ur snúið. Hann hótaði mér öllu illu. Hann hótaði að segja frá, en ég upp­lifði gríðarlega skömm. Hann hótaði að gera fjöl­skyld­unni minni illt. Ég var í helj­ar­greip­um. Ég sagði eng­um frá neinu á þess­um tíma,“ seg­ir Óli Björn og seg­ir að flest brot­in hafi átt sér stað í bíl í ná­grenni Sauðár­króks.

„Þetta hætti ekki fyrr en 2013-2014, þannig að þetta var í gangi í tvö og hálft til þrjú ár. Þetta er löng saga. Þetta var svo gríðarlegt að ég vildi helst bara gleyma öllu,“ seg­ir Óli Björn og seg­ir Sig­urð hafa haft al­gjört vald yfir hon­um.

„Hann átti vopn; raf­byssu, hand­járn og hann var með skamm­byssu og skot­helt vesti í bíln­um. Það var all­ur pakk­inn. Hann notaði eitt sinn raf­byss­una á mig og ég ber ör eft­ir það. Hann notaði hana á mig þegar ég neitaði að gera það sem hann vildi. Hann notaði í eitt skipti á mig piparúða. Hon­um þótti ógur­lega fyndið að spreyja piparúða beint í aug­un á mér. Hann beitti mig oft lík­am­legu of­beldi á all­an hátt. Hann lét mig líka hafa Via­gra til þess að ég gæti gert eitt­hvað við hann. Hann var alltaf með valdið og ég vissi hvað hann var fær um. Ég var alltaf hrædd­ur við hann og gerði bara það sem hann sagði mér að gera. Þetta var ógeðslegt frá A til Ö,“ seg­ir Óli Björn og seg­ist einu sinni hafa reynt að segja nei.

„Þá hótaði hann fjöl­skyldu minni og var þá kom­inn fyr­ir utan húsið. Ég lét þetta frek­ar bitna á mér held­ur en á nokkr­um öðrum.“

All­an þenn­an tíma keyrði Sig­urður af og til norður til að brjóta á drengn­um. Og alltaf bar Óli Björn harm sinn í hljóði.

„Ég þorði aldrei að segja nein­um frá þessu. Þetta var svo gríðarleg skömm. Ég hafði verið flott­ur strák­ur og vin­sæll í skóla,“ seg­ir Óli Björn og seg­ist hafa breyst mikið á þess­um tíma.“

Mynd­band af nauðgun

Hvernig endaði þetta, sagðir þú loks­ins frá?

„Nei, ég sagði aldrei frá. Hann var á þess­um tíma dæmd­ur fyr­ir að svíkja út pen­inga hingað og þangað. Málið var að hann tók upp mynd­band af mér sem lög­regl­an komst í. Þess vegna komst þetta upp. Það var hringt í mömmu og pabba og mamma spyr mig út í þetta. Ég neitaði; það var ekki séns að ég myndi segja frá. En þá var ég spurður hvort lög­regl­an eða lög­fræðing­ur mætti heyra í mér. Svo var hringt í mig frá kyn­ferðisaf­brota­deild­inni. Ég sagði fyrst að jú, ég hefði lent í hon­um einu sinni. En svo kom lög­regl­an hingað og þá var tek­in skýrsla. Þá gat ég ekk­ert annað gert en að opna mig. Ég sagði frá öllu sam­an. Þeir sýndu mér mynd­bandið, en ég hafði aldrei vitað af því. Mér brá rosa­lega; þetta var hræðilegt. Ég brotnaði al­veg niður hjá lög­regl­unni. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég var bara ung­ur strák­ur að horfa á mynd­band af manni að nauðga mér.“

Fékk ekki dóm sem hann átti skilið 

Sig­urður var kærður og dæmd­ur fyr­ir mörg kyn­ferðis­brot, en brot­in gegn Óla Birni voru þau um­fangs­mestu.

„Það voru níu strák­ar í heild­ina sem hann var dæmd­ur fyr­ir að brjóta á. Ég veit ekki til að neinn þeirra hafi stigið fram eins og ég er að gera núna. Hann sat aðeins inni í nokkra mánuði, það er það versta af öllu,“ seg­ir Óli Björn en þess má geta að Sig­urður var dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi fyr­ir brot gegn níu drengj­um en sat aðeins inni í níu mánuði fyr­ir þau brot, en hafði setið inni áður fyr­ir eitt kyn­ferðis­brot. Sig­urður sat svo leng­ur inni fyr­ir efna­hags­brot af ýmsu tagi.

„Ég reyni að ýta skömminni frá mér og held áfram …
„Ég reyni að ýta skömm­inni frá mér og held áfram með mitt líf. En þetta er alltaf í bak­pok­an­um og það koma upp hugs­an­ir annað slagið,“ seg­ir Óli Björn. mbl.is/Á​sdís

Í frétt frá 2016 á ruv.is seg­ir: Sig­urður var í sept­em­ber í fyrra dæmd­ur í Héraðsdómi Reykja­ness í þriggja ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn níu drengj­um, auk tuga annarra brota. Hann játaði að hafa tælt fimm pilta á aldr­in­um 15 til 16 ára, hátt í 60 sinn­um, með marg­vís­leg­um blekk­ing­um. Meint brot Sig­urðar gegn tveim­ur drengj­um leiddu ekki til ákæru. Ann­ar þeirra svipti sig lífi fyrr á þessu ári.

„Mér finnst hann ekki hafa fengið þá refs­ingu sem hann ætti skilið fyr­ir allt sem hann gerði okk­ur strák­un­um. Svo er eins og al­menn­ing­ur hafi gleymt þess­um brot­um og hann alltaf kallaður Siggi hakk­ari,“ seg­ir hann.  

Ekki mín skömm

Óli Björn hef­ur reynt að segja skilið við þenn­an skelf­ing­arkafla í lífi sínu en seg­ir að of­beldið sem hann varð fyr­ir hafi enn áhrif á líf hans.

„Ég reyni að ýta skömm­inni frá mér og held áfram með mitt líf. En þetta er alltaf í bak­pok­an­um og það koma upp hugs­an­ir annað slagið. Þetta hef­ur al­veg áhrif. En ég er ekki leng­ur reiður og ekki sár. Ég sagði sálmeðferðarfræðingn­um mín­um um dag­inn að ég ætlaði að fara með þetta í fjöl­miðla. Ég er bú­inn að vinna í mín­um mál­um í tvö ár og bú­inn að skila ákveðinni skömm, en það er alltaf eitt­hvert púslu­spil sem vant­ar. Ég þarf að skila skömm­inni út í sam­fé­lagið. Ég vil að fólk viti hvað gerðist,“ seg­ir Óli Björn og seg­ir sálmeðferðarfræðing­inn hafa stutt hann í því að stíga fram.

„Ég vil stíga fram og setja með því gott for­dæmi; þetta er ekki okk­ar skömm. Þetta er al­gjör­lega hans. Hann á að vera með skömm­ina, en hann er siðblind­ur og finn­ur lík­lega ekki fyr­ir skömm.“

Feimn­is­mál hjá körl­um

Hvernig er líf þitt í dag?

„Það er æðis­legt. Ég er kom­inn með konu og barn, í góðri vinnu og að flytja í nýtt hús. Ég á gott líf og er bú­inn að vinna mikið í mér og ætla ekki að hætta því. Það er ekki skamm­ar­legt að nýta sér sál­fræðiþjón­ustu og mér finnst að all­ir sem þess þurfa ættu að nýta sér það. Eldri kyn­slóðinni hef­ur kannski fund­ist það aum­ingja­skap­ur að hitta sál­fræðing en það er ekki rétt. Það hef­ur líka verið meira feimn­is­mál hjá körl­um að leita sér hjálp­ar eft­ir svona brot og líka að segja frá þeim,“ seg­ir Óli Björn og hvet­ur unga menn sem lent hafa í kyn­ferðisof­beldi að segja frá. Það er nefni­lega ekki bara brotið á kon­um.

„Ég vona að með þessu hjálpi ég öðrum ung­um mönn­um að segja frá og stíga fram. Við eig­um ekki að þurfa að bera slíka skömm held­ur er betra að segja frá, því að það auðveld­ar allt. Ég hefði sjálf­ur aldrei sagt frá ef þetta mynd­band hefði ekki komið fram. Ég hefði aldrei þorað að segja frá öll­um þess­um viðbjóði sem ég lenti í,“ seg­ir Óli Björn og seg­ir í raun að það hafi verið gott að hann neydd­ist til að segja frá.

Hvað mynd­ir þú segja í dag við ung­an mann sem þyrði ekki að segja frá slíku of­beldi?

„Ef ein­hver er í þess­um spor­um sem ég var í, myndi ég segja hon­um að segja frá strax. Ekki fela þetta og leitaðu þér hjálp­ar hjá fagaðila. Ekki hika við það. Því það að þurfa að bera þetta með sér í mörg ár er gríðarlega erfitt. Ekki skemma lífið vegna brots sem þú berð enga ábyrgð á. Þetta á ekki að eyðileggja allt líf manns,“ seg­ir Óli Björn og seg­ir að tveir yngstu bræður hans viti ekki hvað kom fyr­ir hann. Hann mun þurfa að eiga sam­tal við þá núna.

„Ég er bú­inn að tala við mína nán­ustu og vinnu­veit­end­ur og all­ir vita um þetta viðtal. Ég hef beðið fólk að taka mér ekki öðru­vísi eft­ir lest­ur­inn. Ég er ekki að biðja um vorkunn, held­ur skiln­ing. Ég vil bara skila skömm­inni og halda áfram með líf mitt.“

Ítar­legt viðtal er við Óla Björn í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert