Kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið

Sjá má í kvikuna til hægri og vinstri í fjarska.
Sjá má í kvikuna til hægri og vinstri í fjarska. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Kvika sem renn­ur und­an gos­gígn­um eft­ir lokuðum rás­um í Geld­inga­döl­um virðist hafa brotið sér leið upp á hraun­yf­ir­borðið á nokkr­um stöðum. Órói í gos­inu hef­ur auk­ist í dag eft­ir að hafa legið niðri í um viku.

„Það lít­ur út fyr­ir að þetta sé pípa sem er að renna und­an lokuðum rás­um frá gígn­um og er síðan að brjóta sér leið upp á yf­ir­borðið á nokkr­um stöðum. Þetta lít­ur svo­lítið út eins og gosop en við höld­um frek­ar að þetta sé kvika að brjóta sér leið upp á yf­ir­borðið,“ seg­ir Lovísa Mjöll Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Lovísa seg­ir að kvik­an hafi komið upp á yf­ir­borðið á að minnsta kosti tveim­ur stöðum. 

„Það get­ur litið út fyr­ir að það sé ekk­ert að ger­ast en svo get­ur þetta komið fyr­ir, kvik­an brotið sér leið upp,“ seg­ir Lovísa sem var­ar fólk við að ganga á hraun­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert