Öngþveiti eftir netárás

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Vart hef­ur orðið við mikla greiðslu­örðug­leika í kvöld og hafa marg­ir ekki geta notað greiðslu­kort­in sín eft­ir að netárás var gerð á fjár­mála- og greiðslumiðlun­ar­fyr­ir­tæki.

Öngþveiti hef­ur skap­ast víða, til að mynda á þétt­setn­um veit­inga­stöðum í miðborg Reykja­vík­ur þar sem gest­ir hafa ekki geta borgað fyr­ir sig að kvöld­verði lokn­um.

Heim­ild­ir mbl.is herma einnig að viðskipta­vin­ir Hreyf­ils hafi á tíma­bili ekki getað nýtt sér þjón­ustu leigu­bíla án þess að vera með reiðufé.

Á sama tíma hafa mynd­ast lang­ar biðraðir við hraðbanka í miðborg­inni þar sem fólk freist­ar þess að taka út reiðufé til að borga fyr­ir þjón­ustu.

Örðug­leik­ar einnig er­lend­is

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Valitor er nú unnið að því að laga vanda­málið.

Netárás hafi verið gerð á fyr­ir­tækið sem valdið hef­ur trufl­un á þjón­ustu við viðskipta­vini. Jón­ína Ingva­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Valitor, seg­ir að árás­in hafi ekki beinst að innri kerf­um og ógni ekki gagna­ör­yggi. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafa viðskipta­vin­ir einnig átt í greiðslu­örðug­leik­um víðar en á Íslandi, m.a. í Banda­ríkj­un­um.

Upp­fært 21.40:

Upp­fært 22.15:

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Valitor er þjón­usta fyr­ir­tæk­is­ins að mestu kom­in í lag aft­ur, eft­ir um­fangs­mikla netárás fyrr í kvöld.

Enn er þó sagður mögu­leiki á ein­staka trufl­un­um. Unnið sé að því að gera all­ar þjón­ust­ur virk­ar.

Tekið er fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu að árás­in hafi ekki beinst að innri kerf­um og ekki ógnað gagna­ör­yggi, og er vel­v­irðing­ar beðist á þess­um trufl­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert