Sigkatlarnir sjást vel á gervitunglamynd

Vatnajökull sést hér greinilega, en litirnir á myndinni hafa verið …
Vatnajökull sést hér greinilega, en litirnir á myndinni hafa verið ýktir. Ljósmynd/NASA

Sigkatlarnir í Vatnajökli sem leiða út í Skaftá sjást vel á nýrri gervitunglamynd sem gervihnöttur NASA náði á fimmtudag.

Skaftárkatlarnir tveir.
Skaftárkatlarnir tveir. Ljósmynd/NASA

Ragnar Heiðar Þrastarson, fagstjóri landfræðilegra upplýsingakerfa hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.

Sjá megi sprungur í sigkötlunum og einnig hvaða leið bræðsluvatnið hefur farið frá þeim og í vesturátt, þar sem það olli hlaupi í Skaftá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert