Sigkatlarnir í Vatnajökli sem leiða út í Skaftá sjást vel á nýrri gervitunglamynd sem gervihnöttur NASA náði á fimmtudag.
Ragnar Heiðar Þrastarson, fagstjóri landfræðilegra upplýsingakerfa hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.
Great timing for this #Landsat8 acquisition! Whole Vatnajökull margin cloudless + both Skaftá cauldrons just released flood water with extra surface deformation with crevasses and a clear sign of the floodwater path 👇 https://t.co/Q3yuUAsaDJ pic.twitter.com/9szZZgBnAB
— Ragnar Heiðar Þrastarson (@RagnarHeidar) September 10, 2021
Sjá megi sprungur í sigkötlunum og einnig hvaða leið bræðsluvatnið hefur farið frá þeim og í vesturátt, þar sem það olli hlaupi í Skaftá.